Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Indriði Stefánsson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun