Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Jón Ísak Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2024 19:21 Eggert segir að skemmdir á íbúð hans og íbúðinni fyrir neðan nemi líklega milljónum. Hann er sem betur fer tryggður fyrir tjóninu. Vísir Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún. Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún.
Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira