Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 22:01 Besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu tímabilið 2023-24. EPA-EFE/TOLGA AKMEN PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira