Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 22:01 Besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu tímabilið 2023-24. EPA-EFE/TOLGA AKMEN PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira