Eitrað fyrir ketti í Sandgerði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2024 12:26 Oreo og Heiðdal Jónsson. Heiðdal Jónsson Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira