Félagsheimilið lagt í rúst um hábjartan dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Skemmdarverkin á félagsheimilinu eru umtalsverð. Ólafur Þór Ólafsson Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang. Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“ Suðurnesjabær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“
Suðurnesjabær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira