Þróun á húsnæðismarkaði ólíkleg til að breytast Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 12:50 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Vísbendingar eru um að tekið sé að draga sundur milli leigjenda á almennum markaði og þeirra sem leigja hjá óhagnaðardrifnum félögum. Samkvæmt nýrri skýrslu er ekki útlit fyrir að draga fari úr eftirspurnarspennu á húsnæðismarkaði í bráð. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá því að töluverð eftirspurnarspenna sé á húsnæðismarkaði. Fasteigna- og leiguverð hafi hækkað umfram verðbólgu, og markaðsleiga hafi ekki hækkað jafnmikið umfram verðbólgu í sjö ár. „Og við sjáum ekki vísbendingar um að þróunin muni snúast við neitt á næstunni,“ segir Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS. Hóparnir fjarlægjast hvor annan Í skýrslunni kemur fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur, og miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð. Þegar leiguvísitala er mæld er aðeins litið til markaðsleigunnar. Þar er átt við leigusamninga um leiguíbúðir í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna félaga. „En stór hluti af leigumarkaðnum er í leiguíbúðum sem eru reknar á félagslegum forsendum. Þarna erum við að tala um félagslegar leiguíbúðir og námsmannaíbúðir. Leiguverðið á þeim íbúðum fylgir öðrum lögmálum, og helst ekki oft í hendur við markaðsleigu.“ Á höfuðborgarsvæðinu sé um helmingur leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum. Svo stór hlutdeild valdi miklum mun á markaðsleigu og meðaltali leigugreiðslna. Því sé að draga í sundur milli kerfanna tveggja, þar sem fermetraverð félagslega reknu íbúðanna sé oft töluvert lægra. Þar skipti hækkandi húsnæðiskostnaður miklu um það hvernig leigusalar verðleggja eignir sínar, meðan óhagnaðardrifnu félögin fjármagni sig mögulega með hagkvæmari hætti og kostnaður þeirra hækki síður. „Það held ég að sé það sem veldur því að þessir tveir hópar eru að færast hvor frá öðrum,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Kjaramál Leigumarkaður Tengdar fréttir Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 22. ágúst 2024 07:41