Virknin var mikil í fyrstu en verulega dró úr henni eftir klukkan fjögur í nótt. Gasmengun frá eldgosinu mun berast til suðurs og suðausturs í dag og á morgun.
Lögreglan ræður fólki frá því að ganga að svæðinu en mikill áhugi hefur verið á gosinu. Búið er að lækka hámarkshraða á milli Grindavíkurvegar og Vogavegar í 50 kílómetra á klukkustund. Lögregla ræður fólki frá því að stöðva í vegkanti til að horfa á eldgosið.
Búið er að loka vaktinni í dag. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.