Takk Agnes fyrir að standa með konum í neyð Rósa Björg Brynjarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 15:31 Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar