Skoða kreditkortagögn og rannsaka tengsl grunaða við hjónin Margrét Helga Erlingsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 23. ágúst 2024 16:00 Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Vísir/Einar Tengsl voru milli hins grunaða og eldri hjóna sem fundust látin á Neskaupstað í gær. Notast er við gögn um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða til að reyna að ná utan um atburðarásina. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki upplýsa um það hvort játning liggi fyrir í málinu. „Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða, nokkuð mörgum vitnum og sú vinna er enn í gangi. Svo er bara verið að vinna í gagnaöflun og gagnavinnslu í kjölfar hennar.“ Er vitað hvað manninum gekk til? „Það getum við ekki sagt neitt til um akkúrat núna, nei.“ Aðspurður um tengsl milli hins grunaða og hinna látnu segir Kristján þau hafa tengst en ekki sé um að ræða fjölskyldutengsl. „Rannsókn málsins mun vonandi leiða það í ljós hver þau voru að öðru leyti.“ Reynt sé að ná utan um tímalínu málsins með því að ræða við vitni, fylgja eftir gögnum um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða um vegakerfið. „Þannig það er verið að reyna að kortleggja það eins og hægt er,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi. Lögreglumál Fjarðabyggð Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45 „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. 23. ágúst 2024 11:41 Rannsókn miðar vel og gæsluvarðhaldskrafa lögð fram í dag Lögregla segir rannsókn máls hjóna sem fundust látin í Neskaupstað í gær miða vel. Maður var handtekinn í Reykjavík í gær og verður krafa um gæsluvarðhald yfir honum lögð fram síðar í dag. Krafan verður gerð fyrir héraðsdómi Reykjavíkur 23. ágúst 2024 10:19 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekki upplýsa um það hvort játning liggi fyrir í málinu. „Það er búið að taka skýrslu af hinum grunaða, nokkuð mörgum vitnum og sú vinna er enn í gangi. Svo er bara verið að vinna í gagnaöflun og gagnavinnslu í kjölfar hennar.“ Er vitað hvað manninum gekk til? „Það getum við ekki sagt neitt til um akkúrat núna, nei.“ Aðspurður um tengsl milli hins grunaða og hinna látnu segir Kristján þau hafa tengst en ekki sé um að ræða fjölskyldutengsl. „Rannsókn málsins mun vonandi leiða það í ljós hver þau voru að öðru leyti.“ Reynt sé að ná utan um tímalínu málsins með því að ræða við vitni, fylgja eftir gögnum um kreditkortanotkun og ferðir hins grunaða um vegakerfið. „Þannig það er verið að reyna að kortleggja það eins og hægt er,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.
Lögreglumál Fjarðabyggð Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45 „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. 23. ágúst 2024 11:41 Rannsókn miðar vel og gæsluvarðhaldskrafa lögð fram í dag Lögregla segir rannsókn máls hjóna sem fundust látin í Neskaupstað í gær miða vel. Maður var handtekinn í Reykjavík í gær og verður krafa um gæsluvarðhald yfir honum lögð fram síðar í dag. Krafan verður gerð fyrir héraðsdómi Reykjavíkur 23. ágúst 2024 10:19 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst Fallist hefur verið á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun til 30. ágúst yfir manni sem handtekinn var í tengslum við andlát hjóna á Neskaupstað. Krafan var tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. ágúst 2024 13:45
„Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. 23. ágúst 2024 11:41
Rannsókn miðar vel og gæsluvarðhaldskrafa lögð fram í dag Lögregla segir rannsókn máls hjóna sem fundust látin í Neskaupstað í gær miða vel. Maður var handtekinn í Reykjavík í gær og verður krafa um gæsluvarðhald yfir honum lögð fram síðar í dag. Krafan verður gerð fyrir héraðsdómi Reykjavíkur 23. ágúst 2024 10:19