Búið er að gefa fyrsta syni hjónanna nafn en hann heitir Jack Blues Bieber. Justin Bieber er þrjátíu ára gamall en skaust fyrst á stjörnuhimininn barnungur sem poppstjarna og skein frægðarsól hans sem skærast þegar hann gaf út lagið Baby ásamt Ludacris aðeins fimmtán ára gamall árið 2010.
Ýmsir kunna að spyrja sig nú hvort að gamalkunna lagið ómi nú innan veggja heimilis Bieber-hjóna til að fagna þessum tímamótum en eitt er þó ljóst að milljónir manna hafa óskað þeim hjónum til hamingju á Instagram og öðrum miðlum.