Leitar vitna vegna ógnandi tilburða óþolinmóðs ökumanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 22:28 Sandra Rós segir fólk ekki mega komast upp með slíka hegðun. Vísir/Samsett Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var í dag í brautarvörslu á Seltjarnarnesi vegna Reykjavíkurmaraþonsins þegar óþolinmóður bílstjóri ók utan í hana með þeim afleiðingum að eitthvað small í hnénu á henni. Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“ Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“
Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira