Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 14:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira