Glódís var á sínum stað í byrjunarliði Bayern, enda fyrirliði liðsins. Þá var Sveindís Jane Jónsdóttir í byrjunarliði Wolfsburg og léku þær báðar allan leikinn fyrir sín lið.
Það var hins vegar Klara Buhl sem kom Bayern yfir strax á níundu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá hinni dönsku Pernille Harder.
Þrátt fyrir að bæði lið hafi skapað sér færi það sem eftir lifði leiks reyndist það eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Bayern München og þýsku meistararnir hefja tímabilið á titli.
Deildarkeppnin sjálf hefst svo næstkomandi föstudag þegar Bayern München heimsækir Potsdam. Fyrsti leikurWolfsburg verður hins vegar gegn Werder Bremen á mánudaginn eftir rúma viku