Kallaði borgina skítapleis og skoraði svo þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Noni Madueke verður líklega aldrei vinsælasti maðurinn í Wolverhampton. Shaun Botterill/Getty Images Noni Madueke, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, átti sannarlega viðburðarríkan dag í borginni Wolverhampton í gær. Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“ Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira