Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 08:25 Ísraelsmenn segjast hafa flutt milljón skammta af bóluefni gegn mænusótt til Gasa, eftir að fyrsta tilvikið í 25 ár greindist þar á dögunum. AP/Jehad Alshrafi Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira