Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 23:02 „Bobby“ fagnaði marki sínu vel og innilega. Mateo Villalba/Getty Images Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira