Juventus vann aftur öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:53 Dušan Vlahović skoraði tvö í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira