Óvænt hættur í fótbolta: „Hjartað er ekki lengur þar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 14:31 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Getty/Mikolaj Barbanell Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 34 ára gamall, eftir farsælan feril þar sem hann lék lengst af með stórliðum Arsenal og Juventus. Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti