„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 08:01 Gylfi mun leika með Íslandi gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Tyrklands. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira