Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 07:31 Stefnir á að skora alls 1000 mörk á ferlinum áður en hann leggur skóna á hilluna. Emin Sansar/Getty Images Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá) Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ronaldo ræddi við sinn fyrrum félaga Rio Ferdinand á dögunum en þeir spiluðu lengi vel saman hjá Manchester United. Þar fór hinn nærri fertugi Ronaldo, sem í dag spilar með Al Nassr í Sádi-Arabíu yfir draum sinn um að skora 1000 mörk. „Ef ég helst heill og sleppi við öll meiðsli þá er þetta það mikilvægasta fyrir mig. Fyrir mér væri þetta það merkasta sem ég gæti gert í fótbolta, fyrst að skora 900 mörk og eftir það væri markmiðið að skora 1000 mörk.“ Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en mörk skoruð eru honum ofarlega í huga. Hann var þá fljótur að benda á að hans myndbönd eru öll til á myndbandi en það verður ekki sagt um aðra leikmenn sem eru taldir meðal markahæstu manna knattspyrnunnar frá upphafi. Þar má til að mynda nefna Pele og Aldredo Di Stefano. Cristiano Ronaldo wants to make sure there’s evidence of every single one of his goals 😅 pic.twitter.com/YsIM6Dt15Z— ESPN UK (@ESPNUK) August 28, 2024 „Öll mörk sem ég hef skoðað eru til á myndbandi. Hlustaðu, ég virði þá báða og ef þú vilt fleiri mörk get ég sýnt þér myndbönd af mörkum á æfingu. Fólk er hrifið af þessum leikmanni eða telur þennan þann besta, mér er alveg sama um það,“ sagði Ronaldo enn fremur sem virðist ætla leggja allt í sölurnar til að skora mörkin þúsund. Þessi magnaði framherji telur að hann gæti náð þeim áfanga á næstu tveimur árum eða svo, það er ef hann sleppur við meiðsli. Hér að neðan má sjá útlistun á mörkunum 899 sem hann hefur skorað til þessa. Tölfræðin er tekin af vefsíðunni Transfermarkt. Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Lið: Leikir, mörk og stoðsendingar Al Nassr: 68 leikir, 62 mörk og 17 stoðsendingar Juventus: 134 leikir, 101 mark og 22 stoðsendingar Real Madríd: 438 leikir, 450 mörk og 131 stoðsending Manchester United: 346 leikir, 145 mörk og 64 stoðsendingar Sporting: 31 leikur, 5 mörk og 6 stoðsendingar Portúgal (A-landslið, U-21 og U-20): 230 leikir: 136 mörk (Fjöldi stoðsendinga ekki á skrá)
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira