Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 09:32 Varði vítaspyrnu þegar mest á reyndi. Brentford „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira