Gengst við rúmlega sjötíu ára glæp Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Árni Björnsson þjóðháttafræðingur upplýsir þátt sinn í gjörningi sem Morgunblaðið kallaði "svívirðingu gegn Þjóðsöngnum" árið 1953. Stöð 2/Arnar Hinn 18. febrúar 1953 upplýsti Morgunblaðið að útsendarar alþjóðlegra kommúnista hefðu framið glæp í skjóli nætur og svívirt íslenska þjóðsönginn. Afbrotamennirnir fundust aldrei en nú rúmum sjötíu árum síðar gengur einn þeirra fram fyrir skjöldu og játar þátt sinn í málinu. Heimir Már gekk á fund hins meinta útsendara Stalíns. Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði. NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði.
NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent