Þetta var tilkynnt í morgun, en áður hafði verið greint frá því að valið staði á milli Basel og Genfar. Keppnin mun fara fram í íþrótta- og tónleikahöllinni St. Jakobshalle sem opnuð var árið 1976.
Svisslendingar lönduðu sigri í keppninni í Malmö á síðasta ári með laginu The Code sem flutt var af Nemo. Venju samkvæmt var því ljóst að keppnin færi fram í Sviss á næstu ári.
Undanúrslitakvöldin munu fara fram þriðjudaginn 13. maí og fimmtudaginn 15. maí og mun svo sjálft úrslitakvöldið fara fram laugardaginn 17. maí.
Þetta verður í 69. skipti sem Eurovision fer fram. Fyrsta Eurovision-keppnin fór einmitt fram í Sviss, í Lugano, árið 1956. Þá fór keppnin einnig fram í Sviss árið 1989, þá í Lausanne, í kjölfar sigurs söngkonunnar Celine Dion ári áður.
Basel er að funna í norðvesturhluta Sviss við bakka Rínar. Borgin er þriðja stærsta borg landsins á eftir Zürich og Genf.