Önnur þrenna frá Haaland þegar City vann sinn þriðja leik 31. ágúst 2024 18:30 Haaland fagnar einu marka sinna í dag ásamt Bernando Silva. Vísir/Getty Erling Haaland getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sína aðra þrennu í röð þegar lið Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham í dag. Fyrir leikinn gegn West Ham í dag var Erling Haaland búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði eitt í fyrsta leik liðsins gegn Chelsea og þrjú þegar liðið lagði Ipswich í síðustu umferð. Hann hélt síðan bara áfram í dag. Norðmaðurinn kom City í 1-0 á tíundu mínútu eftir mistök Lucas Paqueta en heimaliðinu tókst reyndar að jafna metin í 1-1 þegar Ruben Dias skoraði sjálfsmark á 19. mínútu. 🔵🤖 Back to back hat-tricks for Erling Haaland!7 goals in Premier League… and it’s still August. pic.twitter.com/w9kShjp248— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2024 Sá norski var auðvitað ekki hættur. Hann skoraði frábært mark á 30. mínútu og kom þá City í 2-1 og fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik með góðu marki á 83. mínútu eftir sendingu Matheus Nunes. Lokatölur 3-1 og Manchester City komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Erling Haaland er nú kominn með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni sem er vitaskuld met. Þá er hann búinn að skora 70 mörk í 69 leikjum sínum fyrir City í deildinni sem er ótrúleg tölfræði í einni af sterkustu deildum heims. 🔵🤖 70 goals in 69 Premier League games.This is Erling Haaland. pic.twitter.com/1ZsUhso9Du— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2024 Enski boltinn
Erling Haaland getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði sína aðra þrennu í röð þegar lið Manchester City vann 3-1 sigur gegn West Ham í dag. Fyrir leikinn gegn West Ham í dag var Erling Haaland búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði eitt í fyrsta leik liðsins gegn Chelsea og þrjú þegar liðið lagði Ipswich í síðustu umferð. Hann hélt síðan bara áfram í dag. Norðmaðurinn kom City í 1-0 á tíundu mínútu eftir mistök Lucas Paqueta en heimaliðinu tókst reyndar að jafna metin í 1-1 þegar Ruben Dias skoraði sjálfsmark á 19. mínútu. 🔵🤖 Back to back hat-tricks for Erling Haaland!7 goals in Premier League… and it’s still August. pic.twitter.com/w9kShjp248— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2024 Sá norski var auðvitað ekki hættur. Hann skoraði frábært mark á 30. mínútu og kom þá City í 2-1 og fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik með góðu marki á 83. mínútu eftir sendingu Matheus Nunes. Lokatölur 3-1 og Manchester City komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Erling Haaland er nú kominn með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni sem er vitaskuld met. Þá er hann búinn að skora 70 mörk í 69 leikjum sínum fyrir City í deildinni sem er ótrúleg tölfræði í einni af sterkustu deildum heims. 🔵🤖 70 goals in 69 Premier League games.This is Erling Haaland. pic.twitter.com/1ZsUhso9Du— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2024