Chelsea hefur verið iðið við kolann á leikmannamarkaðnum í sumar og virðist ekki búið enn. Ásamt Sancho er félagið einnig orðað við Victor Osimhen, framherja Napoli.
"I know quite a few Chelsea supporters are scratching their heads."
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 30, 2024
Kaveh Solhekol on Jadon Sancho and Victor Osimhen's potential move to Stamford Bridge ✍ pic.twitter.com/XmV8PIPBlk
Chelsea hefur haft áhuga á Sancho undanfarnar vikur og hefur sá áhugi ekki minnkað þar sem hann hefur ekki verið í leikmannahóp Man United í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar
Sancho var lánaður til Borussia Dortmund á síðustu leiktíð eftir að hafa lent upp á kant við Ten Hag. Þýska félagið virtist ekki tilbúið að kaupa leikmanninn eftir lánsdvölina þar sem hann kom við sögu í 23 leikjum, skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
Þar sem ekkert lið virðist tilbúið að kaupa Sancho hefur Chelsea ákveðið að gera lánstilboð en félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti.