Í tilkynningu frá UJ segir meðal annars að formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, hafi setið fyrir svörum ungliða undir dagskrárliðnum „Kristrún í hitasætinu“ þar sem hún var meðal annars spurð um fyrirmyndir sínar í stjórnmálum, hvað sé hægt að læra af systurflokkum Samfylkingarinnar í öðrum löndum og fleiri krefjandi spurninga. Þá voru Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur veitt félagshyggjuverðlaun UJ og Þorgerði Jóhannsdóttur, fyrrum skrifstofustjóra Samfylkingarinnar, veitt sérstök heiðursverðlaun.

Þá fór fram á fundinum kosning í framkvæmdastjórn og miðstjórn UJ og þar sem eftirfarandi náðu kjöri:
Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin:
- Ármann Leifsson
- Gunnar Karl Ólafsson
- Kolbrún Lára Kjartansdóttir
- Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti
- Óli Valur Pétursson
- Sara Sigurrós Hermannsdóttir, framhaldsskólafulltrúi
- Soffía Svanhvít Árnadóttir
- Una María Óðinsdóttir
Í miðstjórn UJ voru kjörin:
- Agla Arnars Katrínardóttir
- Arnór Heiðar Benónýsson
- Auður Brynjólfsdóttir
- Árni Dagur Andrésson
- Brynjar Bragi EInarsson
- Gréta Dögg Þórisdóttir
- Gunnar Örn Stephensen
- Kári Ingvi Pálsson
- Oddur Sigþór Hilmarsson
- Sigurður Ingi Ricardo Guðmundsson
- Stefán Pettersson
- Þórhallur Valur Benónýsson
- Pétur Marteinn Urbancic Tómasson – varafulltrúi
