Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. september 2024 20:33 Tugir þúsunda hafa komið saman til mótmæla víðsvegar um Ísrael í dag. Þessi mynd er frá mótmælum í Tel Aviv. Vísir/EPA Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Tilkynning um að sex gíslar Hamas hefðu fundist látnir hefur vakið gríðarlega reiði í Ísrael. Þúsundir mótmæltu fyrir utan forsætisráðuneyti Benjamíns Netanjahús í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á morgun til stuðnings við fjölskyldur gíslanna og til að þrýsta á stjórnvöld um að semja um frelsi þeirra gísla sem eru enn í haldi Hamas. Á meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku er borgarstjóri Tel Aviv. Netanjahú skellir skuldinni alfarið á Hamas sem neiti að semja. „Á sama tíma myrtu þeir sex gísla frá okkur. Hver sá sem myrðir gísla vill ekki semja,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarpsávarpi. Hamas segir sökina hins vegar liggja hjá Netanjahú sjálfum. Með því að fallast ekki á vopnahlé á Gasa beri stjórnvöld í Ísrael ábyrgð á örlögum gíslanna. Bandamenn forsætisráðherrans hafa hvatt hann til þess að semja um vopnahlé í dag. Samtök fjölskyldna gíslanna sem Hamas tóku til fanga í árás sinni á Ísrael 7. október segja að gíslarnir sex sem fundust látnir hafi verið myrtir á allra síðustu dögum eftir að hafa lifað af ellefu mánuði af pyntingum, misnotkun og hungri í haldi Hamas. Óljóst er hversu margir gíslar eru enn á Gasa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hamas-liðar tóku 251 mann í gíslingu og drápu 1.200 aðra 7. október. Gíslarnir gætu verið um hundrað en einhver fjöldi þeirra er talinn látinn.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent