Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 10:31 Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Kristianstad á HM 2023. vísir/Vilhelm Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira