Í þættinum fer hún yfir því hvernig hægt er að breyta hversdagsförðun yfir í glamúr kvöldförðun án þess að þurfa að þrífa allt af sér og byrja upp á nýtt. Rakel María kennir nokkur einföld skref til að auðvelda fólki að græja sig fyrir djammið.
Hér má sjá þáttinn í heild sinni:
Hér má sjá yfirlit af förðunarvörunum sem Rakel María notar í þættinum:

Aðspurð hvernig hugmyndin að þáttunum kviknaði segir Rakel María:
„Förðun hefur verið stór partur af mínu lífi í mörg ár. Það byrjaði fyrst sem áhugamál en með tímanum varð förðun að atvinnu og ástríðu fyrir mér. Ég elska líka að gefa af mér, mér finnst svo gaman að geta kennt fólki eitthvað nýtt.
Ég veit að það eru margir sem hafa áhuga á förðun og hafa gaman af en vantar kannski einhverja leiðsögn. Þessir þættir sameina það sem ég elska, að miðla minni þekkingu á förðun áfram svo aðrir geti notið góðs af.“