Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 21:32 Þorvaldur segir fyrsta skrefið hafa verið tekið. Vísir/Stöð 2 „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira