Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2024 07:33 Pútín virtist ekki hafa miklar áhyggjuar af því í gær að verða handtekinn. AP/Sputnik/Kristina Kormilitsyna Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva. Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva.
Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira