Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Tollayfirvöld hafa haldlagt tugi milljóna í reiðufé á landamærunum fyrstu átta mánuði þessa árs. Getty/Vísir Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins. Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins.
Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira