„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 Orri Steinn mun leika í La Liga í vetur fyrir Real Sociedad. vísir/arnar Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira