Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 07:52 Svona mun gagnaverið líta út. Mynd/atNorth Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm. Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm.
Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49
Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26
Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10
Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01