Þjóðarátak, hvað svo? Davíð Bergmann skrifar 4. september 2024 12:31 Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun