Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 06:43 Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli. Landsvirkjun Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira