Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 6. september 2024 14:32 Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun