Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2024 21:31 Giacomo Raspadori fagnar marki sínu. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrettán sekúndur kom Ítalía til baka gegn Frakklandi þegar þjóðirnar mættust í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1-3. Þá fór Kevin De Bruyne mikinn í 3-1 sigri Belgíu á Ísrael. Bradley Barcola kom Frakklandi yfir þegar leikurinn var vart hafinn en gestirnir létu það ekki á sig fá. Federico Dimarco jafnaði metin eftir undirbúning Sandro Tonalo sem hóf leikinn þrátt fyrir að vera vart búinn að spila fyrir félagslið sitt undanfarna tíu mánuði eftir að sitja af sér bann fyrir að brjóta veðmálareglur á Ítalíu er hann lék fyrir AC Milan. For Italy 👉🇮🇹#NationsLeague pic.twitter.com/tGOuHzyWDD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 6, 2024 Staðan 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik voru gestirnir mun sterkari aðilinn. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir og Giacomo Raspadori tryggði sigurinn með þriðja marki gestanna á 74. mínútu, lokatölur 1-3. Í Ungverjalandi tók Belgía á móti Ísrael. Kevin De Bruyne kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Jérémy Doku en þeir eru báðir leikmenn Englandsmeistara Manchester City. Club and country bros 🤝 pic.twitter.com/H4VteavrRw— B/R Football (@brfootball) September 6, 2024 Timothy Castagne varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 36. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Youri Tielemans kom Belgíu hins vegar yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik og fjórum mínútum síðar bætti De Bruyne við öðru marki sínu, að þessu sinni af vítapunktinum. Ekki löngu eftir það fengu Belgar aðra vítaspyrnu en De Bruyne ákvað að leyfa Luis Openda að taka hana frekar en að tryggja þrennuna. Openda brenndi hins vegar af og lokatölur í Debrecen 3-1. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Bradley Barcola kom Frakklandi yfir þegar leikurinn var vart hafinn en gestirnir létu það ekki á sig fá. Federico Dimarco jafnaði metin eftir undirbúning Sandro Tonalo sem hóf leikinn þrátt fyrir að vera vart búinn að spila fyrir félagslið sitt undanfarna tíu mánuði eftir að sitja af sér bann fyrir að brjóta veðmálareglur á Ítalíu er hann lék fyrir AC Milan. For Italy 👉🇮🇹#NationsLeague pic.twitter.com/tGOuHzyWDD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 6, 2024 Staðan 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik voru gestirnir mun sterkari aðilinn. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir og Giacomo Raspadori tryggði sigurinn með þriðja marki gestanna á 74. mínútu, lokatölur 1-3. Í Ungverjalandi tók Belgía á móti Ísrael. Kevin De Bruyne kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Jérémy Doku en þeir eru báðir leikmenn Englandsmeistara Manchester City. Club and country bros 🤝 pic.twitter.com/H4VteavrRw— B/R Football (@brfootball) September 6, 2024 Timothy Castagne varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 36. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Youri Tielemans kom Belgíu hins vegar yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik og fjórum mínútum síðar bætti De Bruyne við öðru marki sínu, að þessu sinni af vítapunktinum. Ekki löngu eftir það fengu Belgar aðra vítaspyrnu en De Bruyne ákvað að leyfa Luis Openda að taka hana frekar en að tryggja þrennuna. Openda brenndi hins vegar af og lokatölur í Debrecen 3-1.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira