„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 10:25 Börn Pélicot-hjónanna (frá vinstri til hægri), David, Caroline Darian og Florian, mæta í dómsalinn í Avignon á fimmtudag. AP/Joly Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“