Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 12:24 Hundurinn veiktist eftir að hafa verið á lausagöngusvæðinu við Geirsnef. Myndin af hundinum er úr safni og tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm/Getty Hundur sem fór á lausagöngusvæðið á Geirsnefi á föstudag liggur nú þungt haldinn eftir að hafa orðið fyrir amfetamíneitrun. Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03