England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira