Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 10:05 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“ Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira