Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. september 2024 13:30 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, átti sæti í stýrihópnum sem skilaði skýrslu til ráðherra fyrir rúmu ári síðan. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína. Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp sérfræðinga sem var falið að kortleggja og greina þjónustuþörf barna með fjölþættan vanda eða miklar þroska- og geðraskanir. Þá var hópnum falið að endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu. Hópurinn skilaði af sér skýrslu með tillögum fyrir rúmu ári, sem virðist hafa legið ofan í skúffu síðan. Málið strandar á fjármögnun að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, sem átti sæti í stýrihópnum. Hún segir bæjarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóra hafa óskað eftir fundi með ráðherrum sem málaflokkurinn heyrir undir. „Við bíðum bara eftir þeim fundi en viljum leggja áherslu á að þessi skýrsla verði tekin upp og að unnið verði eftir henni,“ segir Regína. Regína bendir á að það hafi gengið vel að stytta biðlista á Bugl. Í dag bíða börn að meðaltali í um þrjá mánuði eftir þjónustu, sem Regína segir þó enn vera of langan tíma. Tugir á biðlista Samkvæmt kortlagningu hópsins þurftu 127 börn á úrræðum að halda þegar skýrslan var unnin. Hluti þeirra var þegar í þjónustu en tugir á biðlista. Í skýrslunni eru lögð til nokkur úrræði en Regína leggur sérstaka áherslu á eitt þeirra; stigskiptan búsetukjarna þar sem börn gætu fengið þjónustu eftir þörfum. „Við gætum verið þar með mismunandi hópa en samnýtt starfsfólk og værum með eitt til tvö börn í hverri einingu þó þetta væri samrekið. Þetta eru þá börn með mjög alvarlegan geð- og þroskavanda og tengslaröskun,“ segir Regína og bætir við undir þennan hóp falli börn sem eru sum hver vistuð í einkareknum úrræðum í dag, líkt og í Klettabæ og Vinakoti. Þess fyrir utan þurfi einnig að huga að ósakhæfum börnum sem þurfi vistun vegna alvarlegra afbrota. Þjónusta við hópinn er í skýrslunni sögð vera brotakennd, dreifð og flókin. Regína segir að með búsetukjarna sem þessum yrði til þekking í málaflokknum á einum stað. „Þarna held ég að sé afar brýnt að við komum upp miðlægri þjónustu og þekkingu sem hægt er að miðla. Við teljum að það þurfi að gera betur og að það þurfi að leysa úr þessum hnút sem fjármögnunin er,“ segir Regína.
Börn og uppeldi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Geðheilbrigði Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira