Vildi fara frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 17:02 Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins Vísir/Getty Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher, leikmaður Liverpool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðalmarkvörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brotthvarfi hans frá félaginu og segir Írinn að ákvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum. Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“ Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“
Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira