Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 20:02 Þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson fara fyrir BSRB og VR. Þau telja mikilvægt að fólk mæti á mótmæli á morgun. Vísir/Einar Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Á morgun mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setja 155 löggjafarþing Alþingis sem markar jafnframt upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við þetta tilefni hefur ASÍ, BSRB og KÍ boðað til mótmæla á Austurvelli sem hefjast klukkan fjögur. „Meginmarkmið mótmælanna er að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að vöxtum og verðbólgu og ástæðan fyrir því að við veljum þingsetningardaginn er að þetta á að vera forgangsmál stjórnmálanna, að grípa utan um heimilin í þessum aðstæðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Það sé enn ekkert sem bendi til þess að stjórnvöld ætli sér að setja heimilin í forgang. „Af því sem maður heyrir þá er meiri áhersla lögð á það að selja Íslandsbanka, koma áfengi í verslanir, liðka fyrir samkeppnislögum fyrir afurðastöðvar og fleiri forgangsmál sem eru ekki í neinum takti við það sem blasir við stórum hluta vinnandi fólks að það er að komast af á milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sonja segir að þeirra félagsfólk finni á eigin skinni að róðurinn sé að þyngjast, það sýni rannsóknir Vörðu. „Sem sýnir að fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman og þau sem er í lang verstu stöðunni og eru mest útsett fyrir fátækt eru börn þannig að þetta eru einstæðir foreldrar og innflytjendur.“ Nú dugi ekkert nema neyðaraðgerðir. „Við erum að skynja og upplifa miklu meiri reiði, núna undanfarið, þetta ár og hún fer vaxandi og ég held að við sem erum í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna höfum verið að skynja þetta öll að sífellt stækkandi hópur er að lenda í vandræðum.“ Ragnar vonast eftir góðri mætingu. „Hlutirnir munu ekki breytast eða færast til betri vegar nema við mætum og sýnum samstöðu og náum nægilega miklum fjölda til að ríkisstjórnin taki þessi mótmæli og þessa stöðu hjá fólkinu í landinu alvarlega.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Tengdar fréttir Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05 Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. 9. september 2024 10:05
Boða til mótmæla vegna skeytingarleysis stjórnvalda Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn næsta, þann 10. september vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. 6. september 2024 14:18