Hinn 31 árs gamli Kane ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Finnlandi sem verður hans 100. fyrir þjóð sína. Hann verður aðeins tíundi Englendingurinn sem nær 100 A-landsleikjum.
Harry Kane will be presented with a gold cap before Tuesday’s #ENGFIN kickoff to celebrate his 100th #ENG appearance. Kane becomes #ENG 10th centurion. pic.twitter.com/Xk0BnXSBYG
— Henry Winter (@henrywinter) September 9, 2024
„Mér líður eins og ég sé í virkilega góðu formi, að ég sé á hátindi ferilsins bæði andlega og líkamlega. Að sjá Ronaldo skora sitt 901. mark hvetur mig til að halda áfram eins lengi og ég mögulega get. Ég elska að spila fyrir England og vil ekki að það endi í bráð,“ sagði Kane.
„Þetta snýst um að halda áfram að bæta sig og halda sama gæðastimpli. Enginn veit hversu marga leiki ég get spilað til viðbótar eða hversu mörg mörk ég get skorað en ég er hungraður í meira.“
Aðspurður út í Ronaldo sem hvatningu sagði Kane bæði Lionel Messi og Ronaldo vera hvatningu fyrir sig.
„Þeir voru upp á sitt besta þegar ég var unglingur, báðir hafa verið hvatning fyrir mig. Að hafa þetta hungur, þessa þrá og þennan vilja til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ég reyni að nota mismunandi leikmenn til að hvetja mig áfram en að skora 900 mörk á ferlinum er ótrúlegt afrek,“ sagði Kane jafnframt.
Harry Kane is inspired by Cristiano Ronaldo to continue playing for as long as he can 🍷 pic.twitter.com/hrl4FtStNx
— ESPN UK (@ESPNUK) September 9, 2024
Leikur Englands og Finnlands á morgun hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Vodafone Sport.