Um er að ræða leik í 2. umferð en Ísland vann Svartfjallaland á föstudaginn var 2-0 á Laugardalsvelli á meðan Tyrkir gerðu markalaust jafntefli í Wales. Þeir bættu upp fyrir það þegar þeir skoruðu eftir aðeins 79 sekúndur.
Guðlaugur Victor Pálsson kom inn í byrjunarlið Íslands eftir að sitja á bekknum gegn Svartfjallalandi og fagnaði því með þessum líka hörkuskalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Jóhanns Bergs Guðmundssonar.
Staðan var 1-1 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik komust Tyrkir 2-1 yfir. Þar var að verki sami leikmaður og skoraði fyrra mark þeirra.
Hann fullkomnaði svo þrennu sína undir lok leiks. Lokatölur í Tyrklandi 3-1 heimamönnum í vil.