Frakkland með sannfærandi sigur á Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 20:51 Frakkar fagna. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi. Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira