Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:21 Þrátt fyrir töluverða útgjaldaaukningu á næsta ári segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarpið styðja við markmið um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Töluvert er um ný útgjöld og þau sömuleiðis aukin á sumum sviðum. Skuldir ríkissjóðs eru enn töluvert miklar og verða 31 prósent af landsframleiðslu næsta árs sem er svipað hlutfall og nokkur undanfarin ár. En á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs aukist umtalsvert vegna mikilla umsvifa í þjóðfélaginu eða þenslu. Margt kemur til. Þannig kosta aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga á næsta ári 14 milljarða, barnabætur og örorkubætur hækka og framlög til samgöngu- og innviðaframkvæmda verða aukin. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ríkisumsvif sem hlutfall af hagkerfinu minnka fimmta árið í röð. Stóri hluti útgjalda ríkissjóðs á næsta ári er til kominn vegna kjarasamninga og breytinga á lögum mum örorkulífeyri og ellilífeyri.Stöð 2/Einar „En við erum að forðast kollsteypur. Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ segir fjármálaráðherra. Verðbólga væri á niðurleið samkvæmt spá Seðlabankans á næsta ári. Það gæti þýtt að greiðslubyrði á 30 milljón króna óverðtryggðu húsnæðisláni minnki um 50 þúsund krónur á mánuði. Ríkissjóður þarf hins vegar að greiða um 70 milljarða á næsta ári í vexti af skuldum sínum. „Það er mikilvægt til að ná tökum á verðbólgu að hafa trúverðugleika í áætlunum. Ég held að við séum að sýna fram á að sá árangur sem hefur náðst á síðustu árum sé þess efnis að það sé líklegt að við náum til lands.“ Hér sést mynd sem fjármálaráðherra vísar til og sýnir þróun kaupmáttar á Íslandi frá árinu 2020 í samanburði við hin Norðurlöndin.fjármálaráðuneytið Hver eru skilaboðin til verkalýðshreyfingarinnar þegar hún boðar til mótmæla í dag? „Skilaboðin eru glæran um kaupmáttaraukninguna sem okkur hefur tekist að viðhalda og þessi 44 milljarða stuðningur til viðkvæmra hópa. Barna- og fjölskyldufólks sem ríkisstjórin hefur tekið með verkalýðshreyfingunni að ákveða í tengslum við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Alþingi Verðlag Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45 Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Töluvert er um ný útgjöld og þau sömuleiðis aukin á sumum sviðum. Skuldir ríkissjóðs eru enn töluvert miklar og verða 31 prósent af landsframleiðslu næsta árs sem er svipað hlutfall og nokkur undanfarin ár. En á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs aukist umtalsvert vegna mikilla umsvifa í þjóðfélaginu eða þenslu. Margt kemur til. Þannig kosta aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga á næsta ári 14 milljarða, barnabætur og örorkubætur hækka og framlög til samgöngu- og innviðaframkvæmda verða aukin. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ríkisumsvif sem hlutfall af hagkerfinu minnka fimmta árið í röð. Stóri hluti útgjalda ríkissjóðs á næsta ári er til kominn vegna kjarasamninga og breytinga á lögum mum örorkulífeyri og ellilífeyri.Stöð 2/Einar „En við erum að forðast kollsteypur. Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ segir fjármálaráðherra. Verðbólga væri á niðurleið samkvæmt spá Seðlabankans á næsta ári. Það gæti þýtt að greiðslubyrði á 30 milljón króna óverðtryggðu húsnæðisláni minnki um 50 þúsund krónur á mánuði. Ríkissjóður þarf hins vegar að greiða um 70 milljarða á næsta ári í vexti af skuldum sínum. „Það er mikilvægt til að ná tökum á verðbólgu að hafa trúverðugleika í áætlunum. Ég held að við séum að sýna fram á að sá árangur sem hefur náðst á síðustu árum sé þess efnis að það sé líklegt að við náum til lands.“ Hér sést mynd sem fjármálaráðherra vísar til og sýnir þróun kaupmáttar á Íslandi frá árinu 2020 í samanburði við hin Norðurlöndin.fjármálaráðuneytið Hver eru skilaboðin til verkalýðshreyfingarinnar þegar hún boðar til mótmæla í dag? „Skilaboðin eru glæran um kaupmáttaraukninguna sem okkur hefur tekist að viðhalda og þessi 44 milljarða stuðningur til viðkvæmra hópa. Barna- og fjölskyldufólks sem ríkisstjórin hefur tekið með verkalýðshreyfingunni að ákveða í tengslum við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Alþingi Verðlag Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45 Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45
Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12