Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 17:59 Árásin átti sér stað þegar brotaþoli og kona voru á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla. vísir/vilhelm Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46